Allir eru útlendingar í augum guðs …

11.2.2015

Afi kom til Seyðisfjarðar sem erlendur innflytjandi, konan mín er afkomandi innflytjenda og sjálf erlendur innflytjandi og dóttir mín líka, móðursystir mín gerðist erlendur innflytjandi í Bandaríkjunum og giftist dönskum innflytjanda og nokkur frændsystkini mín eru innflytjendur í Danmörku og Svíþjóð.
Systurdóttir mín gerðist innflytjandi til Frakklands, giftist þarlendum manni og á með honum tvö börn og þau eru nú öll innflytjendur á Íslandi.
Auk mín vinna á vinnustað mínum tveir erlendir innflytjendur en sú fjórða þar er dóttir innflytjanda.

Allt þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum til þess samfélags þar sem það býr – og nei, ég styð ekki Gústaf Adólf í baráttu hans gegn innflytjendum …

%d bloggurum líkar þetta: