Sjálfsritskoðun er lúmskasta ritskoðunin

6.3.2014

Lúmskasta ritskoðunin snýst um það að gagnrýna fjölmiðil nógu mikið og berja á honum í hvert sinn sem hann flytur frétt sem (oft ofstopafullum) gagnrýnandanum hugnast ekki. Það leiðir oft til þess að sá fjölmiðill fer, meðvitað eða ekki, að beita sjálfsritskoðun að eigin frumkvæði. Gott dæmi um afleiðingar þessa eru fréttir RUV um málefni tengd ESB og umsókninni.

Þjóðin var farin að trúa því að fréttahallinn hjá RU væri gríðarlegur, ESB í hag. Margir tuggðu þetta upp hver eftir öðrum. En svo gerði Creditinfo könnun, að hálfu á tíma fyrri ríkisstjórnar og að hálfu á tíma þeirrar núverandi og sérstaka athygli vekur listi fyrirtækisins yfir þá 8 Íslendinga sem oftast var rætt við. Á tíu mánaða tímabili voru tekin við þá alls 328 viðtöl og þar af voru 285 viðtöl við sjö menn andsnúna ESB en 43 við einn fylgjandi umsókn. Sé utanríkisráðherrunum sleppt, því eðlilegt er að leita til þeirra með ýmsar spurningar, er listinn enn meira sláandi. Þá eru 6 efstu menn á viðmælendalistanum ALLIR andsnúnir ESB og við þá er talað alls 220 sinnum.

Ef þetta er ekki sjálfsritskoðun, þá veit ég ekki hvað hún er.

%d bloggurum líkar þetta: