Vigdís Hauksdóttir neitar því nú sem ákafast að hafa kallað IPA-styrki illa fengið fé. Einfalt er að gúgla ,,illa fengið fé“ og „Vigdís“, þá kemur upp ræða frá Alþingi: Frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.
376. mál [18:46] Hlusta – Horfa Vigdís Hauksdóttir (F), en þar segir m.a.:
„Svo er nú það besta í þessu ferli öllu sem varðar IPA-styrkina að þingmenn Evrópusambandsins hafa gert þær athugasemdir að það sé fyrst og fremst litið á þessa styrki í Evrópusambandinu sem þróunarstyrki, sem fjármagnsaðstoð við umsóknarríki sem standa höllum fæti og eru fjárhagslega illa stödd. Það skiptir greinilega ekki máli fyrir hæstv. utanríkisráðherra vegna þess að við hrunið var séð til þess að mikilvægar stofnanir voru skornar niður, stofnanir sem eiga að taka við þessum peningum, því að eins og hv. þm. Jón Bjarnason sagði: Hvað er hægt að gera við fjárhagslega hungraðar ríkisstofnanir annað en að dæla inn í þær fé? En því miður er það þannig að þetta fé kemur frá Evrópusambandinu og að vissu leyti má segja að það sé illa fengið fé vegna þess að þjóðin, landsmenn, 65% landsmanna, vilja ekki ganga þessa leið.“

Þöggunin er í fullum gangi.