Í morgun rakst ég í safni mínu á disk sem Glitnir gaf út árið  2003 í tilefni þess að Íslandsbanki og erlendir dótturbankar höfðu sameinast undir hinu nýja heiti. Bjarni Ármannsson skrifar þar ábúðarfullur að hann þykist viss um að starfsemin ,,muni skila viðskiptavinum Glitnis og landsmönnum öllum drjúgum ávinningi og aukinni velgengni í framtíðinni“.

Þeirri framtíðarsýn höfum við kynnst síðan í október 2008.

Það er hins vegar gaman að ráða í lagaheiti disksins og reyna, verandi afar vitur eftir á, að sjá samhengi og forspár. Þar má m.a. finna þessi lög:

Undir þínum áhrifum  – Já, við vorum svo sannarlega undir áhrifum bankans
My Delusions                  – Heiti lagsins segir allt
Full Circle                        – Við erum komin hringinn með gjaldeyrishöftum o.fl.
Pabbi þarf að vinna     – Reyndar bæði pabbi, mamma og allir sem það geta
You Belong To Me         – Rétt, stundum finnst manni bankinn eiga mann.

Ég ætla að geyma þennan disk vel – við hliðina á hlutabréfinu mínu í Landsbankanum gamla.