Mæli þarft eða þegi…

29.4.2013

Ég hef það ekki fyrir venju að tala illa um aðra eða uppnefna og verð að segja að undanfarin ár hef ég stundum verið gáttaður á þeim óhróðri og svívirðingum sem andstæðingar stjórnvalda hafa látið sér um munn og penna fara um bæði einstaklinga þar, stjórnarflokkana og verk þeirra. Auðvitað eru þau umdeilanleg eins og bæði fyrr og síðar en flest eru þau unnið af góðum hug þótt stundum mistakist.

Nú eru hins vegar þeir flokkar sem þetta fólk fylgir komnir í meirihluta og þá bregður svo við að þeir sem áður hneyksluðust á svívirðingum og uppnefnum, ausa þeim nú yfir pólitíska andstæðinga en þeir sem áður jusu, hneykslast á því sama og þeir létu sér sjálfir um munn fara fyrir ekki svo löngu. Gott væri að báðir þessir hópar litu í spegil og sæu samhengið, þeir eru nefnilega að mæta sjálfum sér í dyrunum, eins og Danir orða það svo vel. Já, það er munur á gagnrýni og gaggrýni.

%d bloggurum líkar þetta: