Húsnæðislán án afborgana

21.4.2013

Athyglisvert er að Dönum skuli vera ráðlagt að hætta með húsnæðislán þar sem fólk greiðir bara vexti, engar afborganir („afdragsfri lån“ í allt að 10 ár). Íslensku verðtryggðu jafngreiðslulánin sem flestir taka eru nefnilega einmitt þannig lán og hafa verið í yfir 30 ár. Fyrstu 10 árin eða þar um bil er nær ekkert greitt af höfuðstól þeirra, nær eingöngu vextir (öfugt við lán með jöfnum afborgunum). Ætli þarna sé komin ein ástæða (af mörgum væntanlega) fyrir viðvarandi verðbólguvanda Íslendinga?

%d bloggurum líkar þetta: