Samningur eða dómur?

13.4.2012

Í Icesave-kosningunum voru tveir kostir í boði, að samþykkja gerðan samning eða láta vísa málinu í dóm ESA. Ég var mjög í vafa um hvor leiðin væri réttari, kynnti mér rök beggja og velti vöngum.
Niðurstaða meirihluta þjóðarinnar var að vísa málinu í dóm.
Ég er enn ekki sannfærður um að það hafi verið rétt niðurstaða en þeir sem völdu þá leið og fögnuðu þeirri niðurstöðu hljóta nú að vera ánægðir.

3 Responses to “Samningur eða dómur?”

 1. Margrét Elín Says:

  Veistu Matti, ég efast um að nokkur sé ánægður með þetta mál svona til að byrja með, en ég er ánægð með að það skuli vera í réttum farvegi – við eigum aldrei að þurfa að óttast dómstóla, þá er nú ekki mikið varið í Réttarríkið!
  Bkv.
  Margrét Elín

 2. matti Says:

  Sæl Magga. Þetta snýst ekki um hræðslu heldur það loforð sem gefið var í nóvember 2008 af þáverandi ríkisstjórn um að gengið yrði frá málinu. Gamalt máltæki segir: ,,Betri er mögur sátt en feitur dómur“ og þar finnst mér efinn koma inn. Allt að einu verður dómsniðurstaðan áhugaverð.

 3. Margrét Elín Says:

  Þeir sem gáfu umrædd loforð höfðu ekki völd til þess, sbr. Stjórnarskrá okkar og gildir því einu hverju þeir lofuðu! En já dómsniðurstaðan verður áhugaverð, sama á hvorn veginn hún fer, annað hvort förum við á hausinn eða ESB…


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: