Í Icesave-kosningunum voru tveir kostir í boði, að samþykkja gerðan samning eða láta vísa málinu í dóm ESA. Ég var mjög í vafa um hvor leiðin væri réttari, kynnti mér rök beggja og velti vöngum.
Niðurstaða meirihluta þjóðarinnar var að vísa málinu í dóm.
Ég er enn ekki sannfærður um að það hafi verið rétt niðurstaða en þeir sem völdu þá leið og fögnuðu þeirri niðurstöðu hljóta nú að vera ánægðir.