Þegar ekið er frá Akureyri til Reykjavíkur er það bara rúmlega 70 km lengri leið að fara um göngin þrjú og Siglufjörð, Sauðárkrók og Þverárfjallsveg að Blönduósi í stað hinnar hefðbundnu leiðar. Þar hefur því myndast stór og spennandi hringur sem ferðafólk er eindregið hvatt til þess að prófa. Ég fór hann nú um helgina og hafði mjög gaman af. Þarna má á einu bretti sjá flesta þéttbýliskjarna landshlutans og margar helstu náttúruperlurnar.