Baugs-tourette

16.5.2010

Ég kíki einstaka sinnum á fuglahvíslið hjá AMX og ákvað að líta á listann yfir færslurnar þeirra til þess að kanna hvað sé hvíslað um. Hjá þessum furðufuglum hefur greinilega bara einn banki hrunið, sá sem Jón Ásgeir átti. Ekki er hvíslað orði um Landsbankahneykslið nema til að deila á Jón Ásgeir, ekki setningu um hrun Seðlabankans, Kaupþing er nefnt í framhjáhlaupi til að skamma einhvern óvininn og Sparisjóðaklúðrið er ekki til. Var einhver að tala um spuna?