Að sefa sýkina

8.5.2010

Enn á ný sjáum við spunaaðferðir öfgamanna hér í netheimum. Blaðamaður Morgunblaðsins er sendur út af örkinni til þess að spyrja leiðandi spurningar þar sem talað er um ,,að sefa óánægju almennings“. Ráðherra svarar á sinn hátt og notar hvergi þetta ósmekklega og lýðskrumslega orðalag, fellur sem sagt ekki í gildruna.

En það skiptir engu fyrir þá sem egndu hana.

Reiða hægrið brýst fram í öllum netgáttum með augun rauð, vitnar í blaðamanninn og hneykslast á orðalagi ráðherrans – sem hann nóta bene notaði hvergi sjálfur.

Og svo kemur ábúðarfullur leiðari í Mogganum þar sem áfram er haldið að hamra á fölsuðum tilvitnunum.

Þetta er ógeðslegt framferði. Það hlýtur að vera nóg í þessu samfélagi sem hægt er að gera athugasemdir við þótt menn séu ekki að búa sér til pótemkímtjöld rógsherferða og lyga.

2 Responses to “Að sefa sýkina”

  1. elmar Says:

    Ég hef nú aldrei áður verið kallaður hægri maður, og frábið mér að vera flokkaður sem slíkur. Ekki að ég sé nokkur aðdáandi Steingríms eða VG en það er annað mál. Það má vel vera að ég hafi fallið fyrir ‘frétt’ sem styðst ekki við allann sannleikann, hinsvegar miðað við sannleiksást Steingríms undanfarna mánuði kæmi mér það ekki á óvart að hann væri að fara á sveig við sannleikann í yfirlýsingu sinni, ætti svosem að vera lítið mál að skera úr um það, blaðamaðurinn hlýtur að eiga samtalið einhversstaðar í fórum sínum.

  2. matti Says:

    Fyrirgefðu Elmar ef ég hef þig fyrir rangri sök. Þú ert væntanlega maður til að lifa það af. Ég tók þína færslu sem dæmi um þessa umfjöllun án þess að kynna mér nánar það sem þú hefur annars skrifað. En ég hafði heyrt um þessa ,,tilvitnun“ í Steingrím og hlustaði því grannt eftir fréttinni. Það var langt frá því að hann segði þetta, orð hans gengu út á að þetta sýndi að málin væru í vinnslu. Hér er slóðin: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497985/2010/05/07/1/
    Annars er ég sammála því að ráðherrum sé best að segja sem minnst um þetta mál, í ljósi þess hve snöggir menn eru að núa öllu sem sagt er á haus.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: