Að sefa sýkina

8.5.2010

Enn á ný sjáum við spunaaðferðir öfgamanna hér í netheimum. Blaðamaður Morgunblaðsins er sendur út af örkinni til þess að spyrja leiðandi spurningar þar sem talað er um ,,að sefa óánægju almennings“. Ráðherra svarar á sinn hátt og notar hvergi þetta ósmekklega og lýðskrumslega orðalag, fellur sem sagt ekki í gildruna.

En það skiptir engu fyrir þá sem egndu hana.

Reiða hægrið brýst fram í öllum netgáttum með augun rauð, vitnar í blaðamanninn og hneykslast á orðalagi ráðherrans – sem hann nóta bene notaði hvergi sjálfur.

Og svo kemur ábúðarfullur leiðari í Mogganum þar sem áfram er haldið að hamra á fölsuðum tilvitnunum.

Þetta er ógeðslegt framferði. Það hlýtur að vera nóg í þessu samfélagi sem hægt er að gera athugasemdir við þótt menn séu ekki að búa sér til pótemkímtjöld rógsherferða og lyga.