Evróvisjónin og útrásin
30.5.2010
Þátttaka Íslendinga í slagarakeppninni ,,miklu“ hefur alveg frá upphafi borið öll sömu einkenni minnimáttarkenndar og þjóðernishroka og var lýsandi fyrir útrásina svokölluðu. Það er ætt af stað með stórkarlalegum yfirlýsingum um yfirburði og alveg einstök gæði alls þess sem íslenskt er, reynt að gera sem minnst úr þeim útlendingum sem kappi er att við en hver sú smjaðurkennda orðræða lapin upp sem fyrirfinnst í erlendum fjölmiðlum. Komi fram gagnrýniraddir á íslensku snilldina keppast íslenskir um að andmæla og niðurlægja hvern þann sem þannig vogar sér að tala. Það er ekki fyrr en í ljós kemur að engin innistæða var fyrir öllum meirimáttarstælunum að menn byrja að hugsa sig um. Og það er dapurlegt að sjá t.d. útrásarvíkingagrillarann Sigmar falla lóðbeint í þennan pytt hroka og staurblindrar trúar á íslensku ,,afburðina“ sem allan tímann lá ljóst fyrir að ekki voru til staðar.
Er það kannski eðli kotungaþjóðar að treysta sér ekki til þess að mæta fólki á jafningjagrundvelli heldur verða alltaf að blása sig út og þykjast vera öllum öðrum betri?
Það er þó að minnsta kosti augljóst að nú fá Íslendingar minnst tvö ár til að finna hentugan stað til halda keppnina hér á landi.
Baugs-tourette
16.5.2010
- Jón Ásgeir berst við mestu timburmenn allra tíma
- Jón Ásgeir var í umboði Landsbankans!
- Jóhanna bregst Láru V., þegar Katrín Jakobs. snýst gegn henni
- Er Jón Ásgeir rankaður úr rotinu?
- Álfheiður: í lagi að brjóta og bramla í þinghúsinu
- Katrín Jakobs. ætti að segja af sér
- Will Egill tell Eva Joly this?
- Baugsmenn funda í sumarbústað
- Mun Katrín Anna leggja til klámmyndagerð kynjafræðinga?
- Alvarleg afskipti Björns Vals af dómsvaldinu
- Brellur Stöðvar 2 – var Sigurður G. ekki í stjórn Glitnis?
- Útrásarvíkingur? Nei, hann er pappírsvíkingur
- Hefðarlögmaður móðgast við sýslumann
- Ætlar Höskuldur H. Ólafsson að snúa sér undan í málefnum Haga?
- Helgi Seljan bregst skyldum sínum – fékk Ólaf Arnarson til að ræða Kaupþingsmál
- Þorvaldur Gylfason og Baugshneykslið
- Í hvaða ESB-heimi lifir Eiríkur Bergmann?
- Egill skýtur en hugsar svo – hvað veldur?
- Jóhannes í Bónus hættur að fylgjast með fréttum
- Hvað segir Sigurjón Pálsson?
- Sic transit gloria – Jón Ásgeir segist hafa fengið rothöggið
- Náði yfir 1.000 milljörðum út úr bankakerfinu – segir nú of dýrt að verjast í London
- Jón Ásgeir í felum – hefur verið hringt í Pressuna eða Fréttablaðið?
- Jón Ásgeir slær met drengsins sem sagði úlfur úlfur
- Kroll rannsóknarfyrirtækið
- Engir Baugsmiðlar í New York og London – Jón Ásgeir og co. orðlausir
- Baugsmenn endurtaka leikinn – Baugsmiðlarnir settir á fullt
- Voru AGS greiðslur til Þorvaldar skattfrjálsar?
- Siggi í Fons tekur til varna fyrir Pálma Haraldsson
- Hvað segja Baugspennarnir um nýjustu tíðindi?
Að sefa sýkina
8.5.2010
Enn á ný sjáum við spunaaðferðir öfgamanna hér í netheimum. Blaðamaður Morgunblaðsins er sendur út af örkinni til þess að spyrja leiðandi spurningar þar sem talað er um ,,að sefa óánægju almennings“. Ráðherra svarar á sinn hátt og notar hvergi þetta ósmekklega og lýðskrumslega orðalag, fellur sem sagt ekki í gildruna.
En það skiptir engu fyrir þá sem egndu hana.
Reiða hægrið brýst fram í öllum netgáttum með augun rauð, vitnar í blaðamanninn og hneykslast á orðalagi ráðherrans – sem hann nóta bene notaði hvergi sjálfur.
Og svo kemur ábúðarfullur leiðari í Mogganum þar sem áfram er haldið að hamra á fölsuðum tilvitnunum.
Þetta er ógeðslegt framferði. Það hlýtur að vera nóg í þessu samfélagi sem hægt er að gera athugasemdir við þótt menn séu ekki að búa sér til pótemkímtjöld rógsherferða og lyga.