Þjóðin er reið því Arionbanki hyggst láta Ólaf Ólafsson hrunverja taka þátt í endurreisninni. Og þetta er að öllum líkindum bara byrjunin. Þeir eiga eftir að streyma inn í atvinnulífið þessir höfðingjar sem lögðu efnahag Ísland og orðspor í rúst á tæpum áratug og þjóðin á eftir að mótmæla en að öllum líkindum til einskis, þeir hafa nefnilega tengsl.

Hvað er til ráða?
Gamla stjórnin lagði áherslu á að persónugera ekki hrunið, að benda ekki á neinn og gera engan ábyrgan því allir væru sakausir uns sekt væri sönnuð. En er það svo? Við höfum fengið miklar upplýsingar úr bönkunum undanfarið ár um innherja sem misbeittu áhrifum sínum, fengu kúlulán til kaupa á hlutabréfum með veði í engu nema þeim einum og sumir tóku jafnvel ósvífna stöðu gegn krónunni í gjaldeyrisviðskiptum af öllu tagi. Mín tillaga er að fara nú vel yfir öll gögn bankanna, velja út þessa kúlulánakalla og svikulu innherja úr hópnum,  gera opinberan lista yfir þá og segja:  ,,Nei, þakka ykkur fyrir, ykkar er ekki þörf við endurreisnina. Við vitum ekki enn hvort þið brutuð ófullkomin íslensk lög, hvaða skaðabætur þið gætuð þurft að greiða eða hvaða refsingu þið takið út, ef þá einhverja, en við viljum ekki hafa ykkur með við endurreisn íslensks samfélags og orðspors. Látið ykkur hverfa!“

Líklega er hér um að ræða lista með svona 30-70 nöfnum og það skiptir engu hvort mennirnir heita Kristján eða Kjartan, Ólafur eða Ármann, Björgólfur eða Bjarni, Halldór eða Hreiðar, þeir hafa allir reynt sig og brugðist, þeirra er ekki þörf og verður aldrei þörf í landi sem stefnir á betri framtíð en þeir bjuggu okkur.

Borgarstjórn samþykkti samhljóða í vikunni hjónaáætlun fyrir Reykjavík, sem ber yfirskriftina Hjónaborgin Reykjavík. Markmið skýrslunnar er að gera Reykjavík að framúrskarandi hjónaborg, þar sem hjónum verður gert kleift að búa í borginni á öruggan og einfaldan hátt. Þúsundir hjóna búa nú þegar í borginni á hverjum degi, þrátt fyrir að aðstæður séu ekki eins og best verður á kosið.

Reykjavík hefur að mínu mati margt til að bera til þess að verða góð hjónaborg. Borgin er ekki mjög þétt, sem gefur svigrúm til þess að koma upp hjónastígum, nokkuð sem gamlir miðbæir eiga víða í erfiðleikum með. Borgin er ekki mjög hæðótt, sérstaklega ekki nesið sjálft sem borgin stendur að mestu á. Þá hentar veðurfar hérna betur en margan grunar til hjónalífs. Hér verður til dæmis ekki jafn kalt og víða á meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku, og raunar ekki jafn heitt heldur.  Og svo framvegis hér.