Málþófinu beint gegn Sannleiksnefndinni?

4.12.2009

Það læðist að manni sá grunur að þessu dæmalausa málþófi sé haldið uppi með það eitt að markmiði að fella ríkisstjórnina. Þá væri nefnilega hægt að boða til kosninga og krefjast þess að skýrsla Sannleiksnefndarinnar verði ekki lögð fram strax til að ,,skekkja“ ekki kosningabaráttuna. SjáLFstæðismenn stíla svo væntanlega upp á að sigra í þeim kosningum og þá geta þeir gert það sem þeir vilja við skýrsluna sem almennt er gert ráð fyrir að muni koma illa við FLokkinn.

2 Responses to “Málþófinu beint gegn Sannleiksnefndinni?”


  1. Auðvitað er þetta einhvernvegin svona. Það sér hver maður sem eitthvað hefur fylgst með stjórnmálum s.l 20 ár.

    það sem verður gert er að Sjálfstæðisflokkurinn skipar einhverja aðra sannleiksnefnd sem kemst að „réttri“ niðurstöðu. Þannig er tryggt að vafi ríki um niðurstöðu hinnar fyrr-skipuðu nefndar og alltaf hægt að segja að „hin nefndin sagði nú reyndar þver öfugt“… Eitthvað svona fer af stað.

  2. Gísli Says:

    Ég get vel trúað að þetta sé rétt hjá þér. En planið hjá FLokknum er stærra. Þeir tefja öll mál og æpa svo: Ríkisstjórnin gerir aldrei neitt! Þeir þyrla upp ryki hvar sem þeir geta til að leiða athyglina frá sök þeirra sjálfra. Og það sorglega er að þetta virðist ætla að heppnast hjá þeim. Þriðjungur þjóðarinnar ætlar kjósa þessa menn í næstu kosningum.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: