Það læðist að manni sá grunur að þessu dæmalausa málþófi sé haldið uppi með það eitt að markmiði að fella ríkisstjórnina. Þá væri nefnilega hægt að boða til kosninga og krefjast þess að skýrsla Sannleiksnefndarinnar verði ekki lögð fram strax til að ,,skekkja“ ekki kosningabaráttuna. SjáLFstæðismenn stíla svo væntanlega upp á að sigra í þeim kosningum og þá geta þeir gert það sem þeir vilja við skýrsluna sem almennt er gert ráð fyrir að muni koma illa við FLokkinn.