Roskinn maður, við getum kallað hann Davíð, seldi öflugt og vel upp byggt fyrirtæki í fullum rekstri og fékk vel greitt fyrir. Hann hugðist nota bæði söluandvirðið og eftirlaunasjóð sinn til þess að hafa það gott á efri árum, ferðast og njóta lífsins. Davíð faldi háttsettum manni í einum stóru bankanna að annast féð fyrir sig, þekktum manni með góð pólitísk tengsl, sem lagði féð umsvifalaust í hlutabréf bankans síns.

Síðla sumars 2008 fékk Davíð skilaboð frá sameiginlegum vini þeirra um að hafa samband við þann þekkta og losa um fé sitt. Davíð pantaði fund og bað um að bréfin yrðu seld en keyptur gjaldeyrir. Bankamaðurinn hélt þá 20 mínútna fyrirlestur um öryggi banka síns og það fráleita við að selja hlutabréfin, auk þess sem það væri glapræði að kaupa gjaldeyri því hann sveiflaðist svo frá degi til dags. Davíð lét sannfærast en sex vikum síðar var allt hans fé horfið í hruninu ásamt um þriðjungi af lífeyrissjóðnum sem einnig hafði verið í ávöxtun í þessum sama banka.

Fjárhagur Davíðs er því meira og minna í molum og áformin um þægileg eftirlaunaár fokin út í veður og vind. En sagan er ekki búin. Davíð hitti af tilviljun sameiginlega vininn sem spurði hvernig gengið hefði að losa féð. Davíð sagði alla sólarsöguna og vinurinn varð furðu lostinn, bankamaðurinn þekkti hafði nefnilega sjálfur haft samband við hann og aðra sérvalda vini til þess að vara þá við væntanlegum vanda og hjálpa þeim til þess að losa sig við bréf og koma fénu fyrir – í gjaldeyri!

Og nú sitja vinir þessa sama manns á Alþingi og heimta gegnsæi!

Lækkandi hitastig

9.11.2009

https://i0.wp.com/img205.imageshack.us/img205/3448/temperatureextremespe2.jpg

Héðan.