,,Engin skjöl – allt munnlegt.“

29.9.2009

Það vekur athygli mína að í grein Moggans í dag um hrunið stendur að engin skjöl séu til um þjóðnýtingu Glitnis og að það sé til marks um hraðann sem var á þessum málum öllum. Ég vil í því samhengi minna á að þáverandi seðlabankastjóri lýsti því yfir þegar upplýsingalögin voru samþykkt að hann yrði þá bara að hætta að skrásetja.

3 Responses to “,,Engin skjöl – allt munnlegt.“”

 1. Nátthrafn Says:

  Bíddu, var Seðlabankastjóri ekki búinn að sjá þetta allt saman fyrir löngu áður? Var ekki nægur tími til að undirbúa yfirtökuna, íhuga hvernig best væri að standa að henni (og hvort hú væri yfirhöfuð nauðsynleg), tryggja að gjaldeyrisviðskipti færu ekki í hnút, skjalfesta allt í bak og fyrir og ganga svo hratt og fumlaust til verks?

  Í hvað var tíminn eiginlega nýttur allan þennan tíma sem Seðlabankastjóri vissi hvert stefndi. Var hann bara að spila á fiðluna sína?

  Þetta eru að sjálfsögðu algjörlega óásættanleg vinnubrögð í mikilvægasta (og hörmulegasta) atburði Íslandssögunnar. Það hefur orðið ótrúleg afturför í íslenskri stjórnsýslu frá því Þorgeir ljósvetningagoði tók sér tíma til að íhuga vandlega hvernig staðið skyldi að málum og tók síðan farsæla ákvörðun.

 2. matti Says:

  Og reyndar var búið að koma fram að neyðarlögin voru að mestu tilbúin í mars 2008. Innvígðir fengu allar upplýsingar og hófu að stofna eignarhjaldsfélög…

 3. Nátthrafn Says:

  Allir voru semsagt á fullu að undirbúa sig fyrir hrunið, nema Seðlabankinn sem var með allt niður um sig á ögurstundu. Gjörsamlega óundirbúinn. Ekkert skriflegt þar á bæ. Ótrúlegt. Hann var upptekinn við að gefa út skýrslur um að allt væri í stakasta lagi.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: