Finnur segir mörg fyrirtæki hafa til saka unnið

2.8.2009

Í þessari frétt á visir.is segir Finnur bankastjóri að mörg félög séu á þessum lánalista sem hafi ekkert til saka unnið.

Það þýðir þá væntanlega að mörg önnur félag á lánalistanum hafi til saka unnið – ekki satt?

Þetta minnir mig á litlu stúlkuna sem tók leigubíl heim með mömmu sinni. Mamman brýndi fyrir henni að segja ekki frá því heima að þær hefðu tekið leigubíl. Það fyrsta sem sú stutta gerði var að hlaupa upp og tilkynna fjölskyldunni að þær hefðu ekki tekið tekið leigubíl heim. Allir þar skildu hvað við var átt.

%d bloggurum líkar þetta: