ESB-aðild í næstu viku? Varla!

27.4.2009

Norska þingið tók haustið 1992 ákvörðun um að ganga til samninga við ESB um aðild. Næsta skref var að skilgreina samningsmarkmið og sætta ólíkar skoðanir innanlands áður en viðræður við ESB hófust. Samningar voru undirritaðir sumarið 1994 og þá hófst kynning fyrir þjóðinni sem hafnaði þeim í allsherjar atkvæðagreiðslu  haustið 1994, tveimur árum eftir að ákveðið var  að sækja um.

Fátt bendir til að möguleg umsókn Íslendinga verði mikið skemur í undirbúningi. Ég legg til að hörðustu áhugamenn, bæði með og á móti, andi með nefinu. Það er um nóg annað að hugsa á þjóðarheimilinu.