Ekki er ólíklegt að ungt fólk hugsi sér gott til glóðarinnar í kvöld að skella sér út á lífið. Þá ber að benda ungum körlum á það sem m.a. stendur í Fimmtu Mósebók biblíunnar:

4. 14Þá bauð Drottinn mér að kenna yður lög og ákvæði, svo að þér gætuð breytt eftir þeim í því landi, er þér haldið nú yfir til, til þess að taka það til eignar.

Um foreldravaldið

21. 18Ef maður á þrjóskan son og ódælan, sem eigi vill hlýða föður sínum og móður, og hann hlýðnast þeim ekki að heldur, þótt þau hirti hann, 19þá skal faðir hans og móðir taka hann og fara með hann til öldunga borgar hans, að borgarhliðinu, þar sem hann á heima, 20og segja við öldunga borgar hans: „Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og vill ekki hlýða okkur, hann er svallari og drykkjurútur.“ 21Skulu þá allir borgarmenn lemja hann grjóti til bana.