Hverfiás pólitískrar spillingar

9.4.2009

Sjálfstæðismenn ræða gjarnan um Kjartan Gunnarsson sem Hinn Vammlausa, manninn sem alltaf má treysta. Hann sat sem framkvæmdastjóri Flokksins um langa hríð og var jafnframt um hríð formaður einkavæðingarnefndar sem seldi Björgólfunum Landsbankans. Síðan sat hann í stjórn banka þeirra, lengi sem formaður og varaformaður bankastjórnar. Hann var sem sagt beggja vegna borðsins þegar millurnar 25 (í þetta sinni) flugu yfir það (eða undir), andartaki áður en ný lög tóku gildi sem tryggðu flokknum mjög hækkaðan opinberan stuðning gegn auknu gagnsæi í fjárframlögum utan út bæ.
Styrkur Landsbankans er í raun miklu alvarlegra mál en styrkurinn fra FL því þar voru þó bara Baugsmenn á ferð, góðir Flokksmenn og styrktaraðilar hans til margra ára.
Það er alveg sama á hvaða mælikvarða þetta mál er skoðað, það er svo dæmigerð gróðrarstía spillingar að enginn getur neitað því. Þegar við bætist svo ýmis hálfsannleikur nánustu samstarfsmanna Kjartans, sem smám saman er verið að fletta ofan af, er ljóst að uppgjör er óumflýjanlegt í Flokknum. Það næst ekki fyrir þessar kosningar.

%d bloggurum líkar þetta: