Ég er forviða á því að andstæðingar ESB skuli telja það skynsamlegt að boða til tvöfaldrar atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn og aðild að  ESB. Ástæðan er einföld, þjóðarsálin.
Íslendingar eru þrjóskir og ógjarnir á að skipta um skoðun. Takist fylgismönnum ESB að leggja fram nógu sannfærandi rök um að ganga skuli til samninga við ESB, án þess að vita hvað er í boði með aðild, eru miklar líkur á því að sú sannfæring endist fram yfir samningaviðræðurnar og að þjóðin samþykki aðild, burtséð frá því sem hefur náðst að semja um.
Viðsemjendur okkar í þessum viðræðum eru heldur engir kjánar og myndu gera sér grein fyrir þessari staðreynd. Þess vegna hafa aðrar þjóðir ekki reynt þessa leið.

Það er því aðeins um tvennt að ræða vegna ESB, að hafna aðild og snúa sér að öðru eða sækja um aðild og kjósa svo um þá samninga sem nást, náist þeir þá. Þessa kosti eiga stjórnmálaflokkarnir að bjóða þjóðinni,  ekki aulalegar smérklípur með frestunaráráttu.