Nýja ríkisstjórnin er ekki öfundverð af þeim verkefnum sem bíða hennar. Mér dettur einna helst í hug samlíking við Sullenberger svifflugskappa sem magalenti farþegaþotu á Hudson-á og kom sér um borð í næsta skip. Það verk sem Jóhönnu bíður er svona álíka og ef  annar flugstjóri verið sendur um borð til þess að reyna að fljúga vélinni upp af ánni þegar Sullenberger var kominn út á vænginn.

Í sjónvarpsþætti á erlendri stöð í kvöld var rætt við hjón sem höfðu verið gift í 57 ár. Aðspurð um hvers vegna þau hefðu haldið svo lengi saman svaraði konan:  «Tvennt skiptir mestu, umburðarlyndi og ákveðin heyrnardeyfa. » Þá bætti karlinn við: «Áfengi hjálpar líka til!»

Fyrrverandi dómsmálaráðherra var lengi að finna mann í embætti sérstaks saksóknara. Loks í upphafi janúar fannst maður sem var til í að taka að sér starfið. Embætti ráðherra hafði sem sagt nokkrar vikur til að undirbúa starfsaðstöðu saksóknara og hefði mátt ætla að allt væri klárt þegar hann kæmi til starfa.

En það var öðru nær. Á sama tíma og Björn var upptekinn við að svara öllu og öllum á blogginu sínu og gagnrýna þann hluta þjóðarinnar sem heimtaði að byrjað væri á uppgjörinu við þá sem komu þjóðinni í þessa klípu, lét hann algjörlega vera að undirbúa starfsaðstöðu nýja saksóknarans. Afleiðingin var sú að viku eftir að nýi saksóknarinn tók við starfi var ekki ekki búið að gera húsnæðið klárt og tengja tölvur. Auðvitað átti allt að standa tilbúið, tölvur og gögn til reiðu og menn í startholunum.

Þessi haardering líkist því einna helst að það hafi átt að draga sem lengst að hefja aðgerðir – því líkt og í pólitík skiptir vika miklu máli í glæparannsóknum.

Enron-menn voru hins vegar leiddir út í handjárnum strax á öðrum degi.

Gimme hope, Joanna með Eddie Grant.

Viðskiptaóvild

1.2.2009

Reglur um bókfærslu viðskiptavildar hafa verið mjög rúmar og eiginlega geggjaðar undanfarin ár, eins og t.d. kemur fram í Silfri Egils í dag.

Nú hefur dæmið alveg snúist við. Íslensk fyrirtæki og peningastofnanir njóta einskis trausts, hvorki hérlendis né erlendis og nú verður áhugavert að sjá hvernig viðskiptavild verður bókfærð. Sem mínustala? Sem viðskiptaóvild? Skapandi bókhaldararar og endurskoðendur finna örugglega margar leiðir til þess að gera sér og öðrum mat úr þessari stöðu.