60 mínútur og auglýsingarnar

23.2.2009

Við Gísli höfum nú þýtt 60 mínútur til skiptis árum saman. Í kvöld gafst mér þó í fyrsta sinn tækifæri til þess að sjá þáttinn í guðs eigin landi og það var alveg augljóst af auglýsingunum að þetta sjónvarpsefni er ekki stílað upp á unga fólkið. Þarna ægði saman auglýsingum um 350 palljeppa, kynningu á lyfjum vegna blöðruhálskirtils og örra næturferða á salerni, lyfjum gegn blóðfitu og streitu sem orsakar hjartaáföll, trefjaríku fæði til að bæta meltinguna, tilboðum um ristilskoðun með hótelgistingu ferðum á fjarlægar slóðir og viagra. Mér sýnst einboðið að ekki líði á löngu uns síðasta áhorfandinn hafi fallið frá og við Gísli verðum að snúa okkur að einhverju öðru.

2 Responses to “60 mínútur og auglýsingarnar”

  1. Gísli Says:

    Greinlega þáttur fyrir gamalt fólk. Hér heima er ég með Óskarsfráhvarf, því ákveðið var að sýna ekki þáttinn. Í málinu sem var að hefjast þegar þú fórst, (nefni engin nöfn) hefur ýmislegt gerst. Þú færð póst á eftir.

  2. Anna Linda Says:

    Ég hef alltaf haft gaman af 60 minuttes, er ég thá gömul??????


Lokað er á athugasemdir.