Enga yfirvinnu, takk!

19.2.2009

Nú hafa yfirvöld loksins brugðist við eins og þeim ber að gera þegar kreppir að á atvinnumarkaði, að útvega fólki vinnu með því að byggja hús og brýr og leggja vegi og önnur þjóðþrifaverk.

En þá er brýnt að hafa í huga að yfirvinna á alls ekki að vera í boði því hún rænir bara annað fólk vinnu. Það er almennt séð rangt að taka yfirvinnu í atvinnuleysi (þótt það geti auðvitað gerst hjá ýmsum smáfyrirtækjum endrum og sinnum) því þá er í raun verið að koma í veg fyrir að aðrir fái vinnu.

Sem sagt, enga yfirvinnu við byggingastörf í Tónlistarhúsinu og annars staðar, takk. Fjölga frekar vinnandi höndum!

%d bloggurum líkar þetta: