Biskupi svarað

31.1.2009

Biskupinn yfir Íslandi, herra Hallgrímur Sveinsson, fór um Skagafjörð sumarið  1900. Hann var áhugasamur um vínbindindi og var vanur að spyrja sóknarnefnd á hverjum stað um ástand í þeim málum þar. Á Hofstöðum spurði hann að venju hvort mikið væri um drykkjuskap þar í sveitinni. Björn Pétursson varð fyrir svörum  og mælti: „Vestan Vatna þekki ég ekki til þeirra hluta, en hér austan Vatna má það ekki minna vera.”
Úr Skagfirðingabók.

Nískir þingmenn?

31.1.2009

Hvers vegna geta þingmenn ekki borgað sín veisluhöld sjálfir fyrst allir sakna þingveislunnar góðu svo mikið? Við venjulegir dauðlegir borgum undir flestum kringumstæðum sjálfir okkar samsæti og auðvitað ættu einmitt þingmenn að efla eindrægni sína og njóta lífsins saman – á eigin kostnað!
Oft var þörf en nú er nauðsyn.