Breiðfylking fagmanna

28.1.2009

Það hlýtur að vera erfitt fyrir sjálfhverfa og íhaldssama hagsmunapólitíkusa að horfa upp á alvöru fagfólk taka við völdum í ráðuneytum og stofnunum landsins, menn sem ekki bara eru innmúraðir og innvígðir heldur kunna sitt fag.

Ef það gengur eftir að fá menn eins og Gylfa, Má og Vilhjálm til starfa í og með ríkissstjórninni nýju liggur ekkert á að kjósa fyrr en 2011. Þar eru menn sem þjóðin treystir og beri nýja stjórnin gæfu til að fá þá og fleiri af sama kalíberi til að taka til með sér þarf þjóðin engu að kvíða, engar kosningar geta bætt um betur.

%d bloggurum líkar þetta: