Ísraelsmenn ákærðir fyrir stríðsglæpi?

25.1.2009

Ísraelsstjórn flýtir sér nú að semja og samþykkja lög til að styðja við ísraelska hermenn, verði þeir ákærðir fyrir stríðsglæpi.

Mestar líkur eru á ákærum vegna beitingar forfórsprengja en efnið heldur áfram að brenna utan á og innan í líkamanum á meðan það kemst súrefni að honum. Frakkar munu  næstu daga senda hóp manna til að rannsaka beitingu vopna í árásinni á Gaza.

Geislavirku sprengivopnin munu hins vegar vera það ný að bann við þeim hefur ekki enn komið til umræðu á alþjóðlegum vettvangi. Sennilega þurfti að kanna hvernig áhrif þau hefðu á óvarða almenna borgara.

SÞ og Ísraelsher (o.fl.) eru sammála um að 1100 til 1400 manns hafi fallið í þessum átökum sem allt stefnir í að verði skoðuð nákvæmlega af alþjóðlegum stofnunum og jafnvel dómstólum á næstunni. Vonandi verður ekki endurtekning á þessum hryllingi en hér er nánar fjallað um málið.

%d bloggurum líkar þetta: