Ísraelsstjórn flýtir sér nú að semja og samþykkja lög til að styðja við ísraelska hermenn, verði þeir ákærðir fyrir stríðsglæpi.

Mestar líkur eru á ákærum vegna beitingar forfórsprengja en efnið heldur áfram að brenna utan á og innan í líkamanum á meðan það kemst súrefni að honum. Frakkar munu  næstu daga senda hóp manna til að rannsaka beitingu vopna í árásinni á Gaza.

Geislavirku sprengivopnin munu hins vegar vera það ný að bann við þeim hefur ekki enn komið til umræðu á alþjóðlegum vettvangi. Sennilega þurfti að kanna hvernig áhrif þau hefðu á óvarða almenna borgara.

SÞ og Ísraelsher (o.fl.) eru sammála um að 1100 til 1400 manns hafi fallið í þessum átökum sem allt stefnir í að verði skoðuð nákvæmlega af alþjóðlegum stofnunum og jafnvel dómstólum á næstunni. Vonandi verður ekki endurtekning á þessum hryllingi en hér er nánar fjallað um málið.

Afsögn Björgvins sýnir að ríkissjórnin skildi alltaf boðskap mótmælanna. Það var hins vegar ákveðið að reyna að hunsa kröfurnar eins lengi og fært var. Nú hefur verið boðað að kosið verði og þá fara menn að hugsa sinn gang, Það er vel.