Stundum er farið í kynningarátak og fólk áminnt um til dæmis að láta börn nota reiðhjólahjálma, aka  ekki undir áhrifum, ástunda reglulegan sparnað eða taka vetrardekkin undan bílnum. Boðskapurinn er endurtekinn og settur fram á fjölbreyttan hátt svo hann nái nú örugglega eyrum fólks.

Þeim mun fáránlegra er að lesa um viðbrögð fulltrúa í fjármálaeftirliti, hjá ríkisstjórn og í Seðlabanka við skýrslu Buiters og Siberts í fyrra um yfirvofandi hrun íslenska bankakerfisins. Allt þetta fólk var að eigin sögn (sjá Fréttablað dagsins) sammála um að hafa engar áhyggjur af því sem fram kom í skýrslunni, það hafði nefnilega séð allar þessar upplýsingar og varnaðarorð áður!

Eða eins og Norðmenn segja: ,,Maður þarf að heyra margt áður en eyrun detta af!“