370 handtökuskipanir – bara byrjunin!

19.1.2009

Sunnlendingar voru 23.505 þann 1. desember sl. eða um 7,5% þjóðarinnar. Sé þessi tala, 370 handtökuskipanir, færð yfir á landið í heild sinni bíða því nær 5.000 manns þess að vera færðir til sýslumanns vegna fjárnáms. Líklega er stór hluti þessa greiðsluvanda sprottinn upp úr bankahruninu en í kjölfar þess lofuðu stjórnvöld að koma til móts við fólk í vanda. Það var ekki tekið fram að komið yrði til móts við það í lögreglubílum!

Eru loforð ráðamanna okkar bara hjómið eitt? Ef menn ætla að fara að standa við orð sín þarf að byrja STRAX!

5 Responses to “370 handtökuskipanir – bara byrjunin!”


 1. Yfir sumu þurfa menn að velta vöngum og stundum að bíða eftir að skýrist.

  Ekki eftir þessu. Loforð stjórnvalda um að koma á móts við væntingar fólksins á þessum tímum standast ekki.

  Það sést núna; enda til of mikils ætlast, ef við erum alveg hreinskilin.

 2. matti Says:

  Þetta er spurning um forgangsröðun. Setjum svo að allir þessir 5.000 séu með fimm milljónir í vanskilum. Það gera samtals 25 milljarða í skilyrt lán. Það er tíu milljörðum minna en ríkissjóður tapaði á skortsölu í haust (sjá þessa færslu frá 15/1). Og það er fleira hægt að gera en að greiða skuldir fólks.

 3. GH Says:

  Hvað ætli gerðist ef allt fólkið léti bara handtaka sig? Það er ekki fangelsispláss fyrir svona marga, ekki einu sinni helminginn. Mikið væri fyndið (eða þannig) ef allir þessir aðilar yrðu handteknir, svo kemur að hádegismat, kaffi, kvöldmat, gistingu! Held að þetta sé hótun.

 4. matti Says:

  Það er góð hugmynd – að allir sem boðaðir eru í fjárnám tækju sig saman um að mæta ekki, létu handtaka sig og neituðu að yfirgefa lögreglustöðina fyrr en búið væri að ganga frá málum! Það myndi þó svo sannarlega vekja athygli fjölmiðla, jafnt íslenskra sem erlendra.

 5. Hákon Jóhannesson Says:

  Gott hjá dómsmálaráðherranum að stöðva þetta. Takk fyrir Björn.

  Vekur þó spurningar því ekki sé enn búið að senda innheimtuaðilum nýjar verklagreglur hvað innheimtu varðar, en samkvæmt þessu er það ekki frágengið.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: