Sunnlendingar voru 23.505 þann 1. desember sl. eða um 7,5% þjóðarinnar. Sé þessi tala, 370 handtökuskipanir, færð yfir á landið í heild sinni bíða því nær 5.000 manns þess að vera færðir til sýslumanns vegna fjárnáms. Líklega er stór hluti þessa greiðsluvanda sprottinn upp úr bankahruninu en í kjölfar þess lofuðu stjórnvöld að koma til móts við fólk í vanda. Það var ekki tekið fram að komið yrði til móts við það í lögreglubílum!

Eru loforð ráðamanna okkar bara hjómið eitt? Ef menn ætla að fara að standa við orð sín þarf að byrja STRAX!

Nú fara hamförum í bloggheimum talsmenn sem hafa tekið að sér svipað hlutverk og David Irvin. Þessi breski sagnfræðingur hafnar því að helför gyðinga hafi nokkru sinni átt sér stað, á sama hátt og þessir sjálfskipuðu talsmenn lúsarlesa lista yfir fallin börn á Gaza til þess að reyna að finna misræmi sem gerir þeim kleift að draga allan listann í efa og segja hann uppspuna.

Skrýtið hvernig sagan endurtekur sig…