Er það minn eða þinn sjóhattur?

18.1.2009

Það var fyndið að sjá mann sem daglega flóir yfir í fjölmiðlum líma svartan miða yfir þverrifuna á sér og standa með sjóhatt og fasistakveðju fyrir framan ræðupúlt þeirra sem hann og félagar hans kalla vinstrigrænt pakk og gagnslaust blaðurlið og heimta að fá orðið á 25 mínútna fundi með fyrir fram ákveðinni dagskrá. Ef ég væri svona ósáttur við fólk sem skipuleggur fund myndi ég ekki krefjast þess að fá orðið hjá því og ekki einu sinni reyna að halda fund á sama tíma og sama stað til að koma mínum boðskap á framfæri. Ég sting upp á því að þessir höfðingjar haldi sinn fund á Austurvelli kl. 16 á laugardögum til að tala yfir sínum hópi.

Það er barnaskapur að halda að maður nái til fólks með svona ruddaskap – en reyndar var það líklega aldrei tilgangurinn. Markmiðið var væntanlega að reyna að stofna til æsinga eða jafnvel að hleypa fundi radda fólksins upp. Það tókst ekki núna og tekst vonandi aldrei.

%d bloggurum líkar þetta: