Mesti mótmælandi Íslands?

16.1.2009

Ég er farinn að hallast að því að forsætisráðherra sé einn helsti og mesti mótmælandi Íslands nú. Það er alveg sama hvað ráð eða viðvaranir erlendir fræðimenn og sérfræðingar koma með, hann mótmælir þeim öllum og dregur í efa það sem sagt er – að minnsta kosti til að byrja með. Hinn margfaldi botn sem svo oft hefur verið náð (þótt honum sé enn ekki náð) er gott dæmi um það og í Fréttablaði dagsins er eitt dæmið enn.

Þetta er að vera alvarlegt, fer kannski að verða kominn tími á piparúða?

%d bloggurum líkar þetta: