Peningarnir voru aldrei til

14.1.2009

Í fréttum RÚV í kvöld var sagt frá leit manna að peningum sem áttu að hafa komið inn í Kaupþing. Þrátt fyrir mikla leit finnast þeir ekki. Auðvitað ekki, þeir eru sama marki brenndir og peningarnir frá Birnu í Glitni, málamyndagerningur til þess gerður að blása upp verðmæti bankans í Kauphöll.

Hvernig stendur á því að svona lagað var leyfilegt í íslenska bankakerfinu? Þetta var blekkingavefur dauðans, Pótemkímtjöld íslenska efnahagsfurðuverksins sem byggðist upp á skuldasöfnun.

%d bloggurum líkar þetta: