Er einhver að hugsa um Tómas Guðmundsson?

13.1.2009

Ef menn vilja endilega reisa Tómasi borgarskáldi annað minnismerki, er þá ekki alveg gráupplagt að höggva nafnið hans í einhverja súluna í hálfbyggðu tónlistarhöllinni? Það má líka setja upp skilti með nafni hans á húsið þannig að það sjáist frá t.d. Sæbrautinni. Þannig yrði vel tekið eftir nafninu og minnismerkið yrði líka beintengt við heiti fyrstu ljóðabókar hans, Við sundin blá.

Og þögnin, þögnin hvíslar hálfum orðum –
Hugurinn minnist söngs, sem löngu er dáinn.
Ó, sál mín, sál mín! Svona komu forðum
sumurin öll, sem horfin eru í bláinn –

%d bloggurum líkar þetta: