Skýr framtíðarstefna íhaldsins er að drekkja þjóðinni

12.1.2009

,,Sjálfstæðisflokkurinn þarf að móta þjóðinni skýra framtíðarstefnu“, segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. En fyrir tæpum 20 árum markaði sá flokkur Íslandi einmitt sína skýru framtíðarstefnu, raðaði öllum sínum bestu mönnum í stjórnunarstöður og kom drjúgum hluta af sameign þjóðarinnar til viðtakenda með rétt flokksskírteini. Hluti af þeirri framtíðarstefnu var að fjarlægja eftirlit og „red tape“ eftir því sem nokkur möguleiki var og nú blasir afleiðingin við.

Það er rétt að þjóðin þarf skýra framtíðarstefnu en hana þarf að leggja í ljósi fortíðar. Og rétt eins og skipstjórinn í Hart í bak var settur í land eftir sín mistök þarf að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar. Hann hefur sýnt að siglingakunnáttan er ónóg.

%d bloggurum líkar þetta: