Kominn hringinn

12.1.2009

Ég er kominn hringinn í blogginu. Hér á WordPress byrjaði ég fyrir nokkrum árum að blogga en færði mig svo yfir á Moggabloggið. Nú er hins vegar kominn tími til þess að færa sig að upphafinu, svipað og maður sem skilur og giftist á ný, skilur og giftist og tekur svo að lokum saman við þá fyrstu vegna þess að þar var hann í raun hamingjusamastur. Það verður svo bara að koma í ljós hvort einhver les þetta en það er ekki stóra málið fyrir mig, þessi skrif eru fyrir mig sjálfan.

%d bloggurum líkar þetta: