Áróðursstríðið tapast alltaf

12.1.2009


Gideon Lichfield hefur lengi verið blaðamaður The Economist í Jerúsalem og veltir því fyrir sér í þessari afbragðsgóðu grein hvers vegna Ísraelsmenn geti ekki unnið áróðursstríð sín, þrátt fyrir yfirburðafærni í almannatengslum. Málið er að þeir eru alltaf að reyna að svara rangri spurningu: Hvers vegna er þetta réttlætanlegt?“ Umheimurinn vill hins vegar vita hvernig einmitt þessi árás, þetta stríð, þessi fjöldamorð bæti stöðu mála á svæðinu og vísi í framtíðarátt. Og við þeim spurningum hafa þeir engin svör.

Því má líka bæta við að umheimurinn hefur það oft staðið Ísraelsher að lygum að hann er alltaf grunaður um græsku. Gott dæmi eru viðbrögðin eftir árásina á skólann þar sem fólki hafði verið ráðlagt að leita skjóls. Fyrst var sagt að Hamas hefði skotið sprengjum þaðan og dregnar fram myndir því til sönnunar (að vísu gamlar!) og svo var skýringum breytt eftir því sem fleira kom fram af óhrekjanlegum staðreyndum. Nýjasta útskýringin er að tæknibilun hjá tæknilega háþróaðasta her heims, sem hefur undirbúið þessa innrás af kostgæfni í hálft annað ár, sé ástæðan. Og enn efumst við…

%d bloggurum líkar þetta: