Terem – Spilverk rússnesku þjóðanna

15.2.2007

Yfirleitt finnst góðum tónlistarmönnum ekki leiðinlegt að spila. En stundum finnst þeim það svo feikilega gaman að þeir hrífa með sér alla sem á hlýða. Það á svo sannarlega við um Terem-kvartettinn rússneska frá Pétursborg sem hefur spilað alls konar tónlist með tónlistarfólki af öllu tagi um heim allan. Tónlistarmennirnir fjórir hafa ýmsar tónlistarlegar forsendur og spila allt mögulegt.
Þeir brilleruðu í kvöld með glæstri blöndu af Rossini, Rimsky Korsakov, Bizet og eigin útgáfum af efni alls staðar að. Diddú tók með þeim nokkur lög eftir hlé og sagði þá ekki síst hrifna af ítalskri tónlist. Það leyndi sér ekki.

Og það fylgir líka sögunni að þeir báðu sérstaklega um það síðustu dagana að leika fyrir nemendur í grunnskólum Kópavogs. Krakkarnir sátu grafkyrrir og með sperrt eyrun og síðasti hópurinn stóð meira að segja upp og hrópaði ferfalt húrra fyrir Rússunum vinalegu að flutningi loknum. Það er örugglega ekki daglegur viðburður í þeim hópi.

One Response to “Terem – Spilverk rússnesku þjóðanna”

  1. gudni Says:

    Greindir krakkar í Kópavogi.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: