Flagari í framsókn

11.2.2007

Gunnar Guðbjörnsson vinnur leik- og söngsigur í þessu sérstaka verki eftir Stravinskí og gömlu Öldutúnsnemendurnir Ágúst og Eyjólfur standa sig báðir frábærlega vel. Búningarnir eru eftirtektarverðir og leikstjórinn tekur sína útgáfu á Sylvíu Nótt með garðagróðri. Það þarf kjark til að setja upp verk sem er svo kröfuhart til áheyrenda en ég fæ ekki betur séð en að ótrúlega vel hafi tekist til.

Hvað titilinn áhrærir tel ég þó að að líklega séu hvað fæstir flagarar í Framsóknarflokknum núna, hann ku jú vera að deyja út og flagarar eru ekki þekktir fyrir að eltast við neitt sem nálykt er af.

%d bloggurum líkar þetta: