Mikið er rætt um árangur íslandska landsliðsins í handknattleik á HM Þýskalandi. En sé litið til þess að Íslendingarnir mættu öllum liðunum nema einu sem enduðu fyrir ofan það og töpuðu öllum þeim leikjum nema fyrir Frökkum sem urðu í 4. sæti má segja að að 6. – 8. sæti sé viðunandi og jafnvel sanngjörn niðurstaða. Og flestir leikirnir voru hin besta skemmtun, ekki síst hinn spennuþrungni Danaleikur. Hafi þeir heila þökk fyrir góða skemmtun – í heildina litið.