Kjötkveðjuhátíð í Miami

29.1.2007

Kúbverskir flóttamenn undirbúa hátíð aldarinnar í Miami. Hefst gleðin um leið og fréttist af dauða Fídels gamla sem maðurinn með ljáinn leitar nú að durum og dyngjum um Kúbu alla.

Miðdepill teitisins verður á Orange Bowl leikvanginum þar sem Kennedy boðaði á sínum tíma frjálsa Kúbu fyrir mafíuvini sína og þar sem kúbverskir flóttamenn hírðust um hríð þegar stór holskefla þeirra kom til ríkisins á níunda áratug. Mér segir svo hugur um að þar verði boðið upp á Cuba Libre.

%d bloggurum líkar þetta: