Dusty Cowshit – mínir menn í Evróvisjón

27.1.2007

Hin tíu manna hljómsveit Dusty Cowshit sló í gegn í norsku undankeppninni í Bodø í kvöld með kántrí-rapplaginu Chicken Rodeo. Þeir segjast allir eiga sama föður en mismunandi mæður og leggja mikla áherslu á sviðsframkomuna. Stærsti vandinn var að bara sex þeirra máttu vera á sviðinu en lagið fer beint í lokakeppnina.  Við fáum að sjá þá í Helsinki í vor, það er ég viss um.

2 Responses to “Dusty Cowshit – mínir menn í Evróvisjón”

  1. gudni Says:

    Er eiginlega sammála þér. Þeir voru bara nokkuð góðir og húmorinn var á sínum stað. Það þarf svona húmorista í Júróvisjón.

    En déskoti er hún Guri góð söngkona.

  2. Matti Says:

    Æ, mér skjátlaðist. Guri Schanke fer með lag sem minnir á spænsku senjóríturnar með Bandito hér um árið – en hún syngur það vel, það er þó rétt hjá Dunna.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: