Ort í boði fyrirtækja

22.1.2007

Hvernig liti íslenskur kveðskapur út ef menn hefðu orðið að yrkja í boði fyrirtækja okkar tíma?

Stefán Ólafsson hefði ort:
Ég veit eina Baugs-línu…

Jónas hefði ort:
Háa skilur hnetti himingeimur,
blað skilur Bakka og vör…

Nýdönsk hefði sungið:
Alcoa…

Bó hefði sungið:
Þó líði ál og öld…

Laxness hefði ort:
Bráðum kemur betri tíð með blóm í Haga…

Hljómar hefðu sungið:
But I don’t Ker…

Eyvi hefði sungið:
Ég lif’ í Straumi…

One Response to “Ort í boði fyrirtækja”

  1. Malla Says:

    Sæll Matti.
    Kíki stundum á bloggsíðuna þína þegar mig langar að hugsa um eitthvað annað en reglugerðir og skipulag, og hef gaman af. Bestu þakkir..
    Kv.
    Malla


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: