Elton John kom til Íslands til að spila og syngja en ákvað líka að kaupa íslenska glerlist. Auðvitað skoðaði hann verkin hennar Ingu Elínar og átti við hana viðskipti. Maður með góðan smekk kaupir af alvöru listamanni, ekki kellingum sem stela hugmyndum og fá annars flokks sjoppur til að selja draslið.

Enn einu sinni hefur komið í ljós að stjórnvöld hafa leyft erlendum aðilum (t.d. bandarískum hernaðaryfirvöldum og Alcoa) að notfæra sér landið, meiða það og skaða án þess að þurfa að standa straum af eðlilegum kostnaði við lagfæringar eða greiða fyrir afnotin. Þar rættust sem sagt orð skáldsins þótt kannski hafi sú meining ekki upprunalega verið lögð í þessi orð.
Landið fékkst ókeypis, þar var frítt.