Ekki-rök reykingamannsins

5.1.2007

Ungur og affekteraður piltur sat og gerði sig breiðan í sjónvarpinu í kvöld vegna væntanlegra takmarkana á reykingum.

,,Ríkið selur mér tóbak og svo má ég ekki reykja það þar sem mér sýnist.“

Kommon…
Ríkið selur mér vín, ekki má ég drekka það hvar sem er.
Ríkið hirðir lungann af því verði sem ég greiði fyrir bíla og bensín en ekki má ég aka hvar sem mér sýnist.

Það kunna að vera mannréttindi að reykja en það eru ekki síður mannréttindi að geta verið laus við tóbaksreyk sem maður er sannfærður um að er óhollur, auk þess sem hann er vondur og óþægilegur.

One Response to “Ekki-rök reykingamannsins”

  1. hemmi Says:

    Sæll gamli og gleðilegt ár, var að fá mér aðra síðu, var að velta fyrir mér hvort þú breyttir ekki linknum mínum á síðunni þinni


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: