Baghdad, Texas: Farið hefur fé betra

30.12.2006

Í morgun var Saddam Hussein tekinn af lífi í umboði hinna viljugu og staðföstu. Þessi gamli grimmdarseggur og bandamaður Vesturvelda allt frá valdaráninu 1979 gekk loks fram af vinum sínum í vestri með innrásinni í Kúvæt árið 1990 því þar voru of miklir hagsmunir í veði. Þá hafði hann m.a. barist með vestrænum vopnum við Írani í 7 ár og reynt þjóðarmorð á Kúrdum með efnavopnum frá vinum sínum.

Sundurtætt Írak fær nú nýjan píslarvott. Saddam hefur breyst úr því að vera alþjóðlega hataður einræðisherra í kúguðu en þó þokkalega friðsömu landi í píslarvott og dýrling sinna manna í landi sem aldrei verður aftur eitt samhangandi ríki. Líklegast verður á næstu árum til Írak 1, 2 og 3, að mestu skipt eftir línum Kúrda, súnníta og shíta, en þó þannig að allir hlutarnir fá sína minnihlutahópa sem finnst gengið á rétt sinn og hefjast því handa við að útrýma andstæðingum, bæði raunverulegum og ímynduðum, með tilheyrandi hryðju- og skemmdarverkum og morðum á körlum, konum og börnum

Og þessi ósköp eru í sjálfsbyrgingshætti og hroka kölluð stríð gegn hryðjuverkum.

2 Responses to “Baghdad, Texas: Farið hefur fé betra”


  1. Stríðið gegn hryðjuverkum breyttist all snarlega í stríð gegn Islam með ákvörðun um að hengja Hussein á fyrsta degi Eid ul-Adha.

    Ótrúlega gáfuleg ákvörðun.

  2. Gísli R. Says:

    Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar kristilegir valdamenn eins og George W. eru svo heimskir að þeir skilja ekki einfalda setningu eins og „þú skalt ekki mann deyða“.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: