«Á hverfanda hveli» eða «Water, Water Everywhere»

26.12.2006

Lengi var búist við því að Carteret-eyjur undan strönd Nýju-Gíneu yrðu fyrstu byggðu eyjarnar til að hverfa í gin hafsins vegna hækkandi stöðu sjávar. Fyrst allra varð þó eyjan Lohachara í Bengalflóa en þar bjuggu eitt sinn 10.000 manns. Íbúar Lohachara og granneyjarinnar Ghoramara, sem er að miklu leyti farin í kaf, voru fluttir til eyjunnar Sagar. Þar búa nú 75.000 manns og hún er líka hægt og rólega að hverfa í hafið. Vanuatu-eyjaklasinn í Kyrrahafi er enn ofansjávar þótt byrjað sé að flytja íbúa þeirra sem lægst standa á brott. Og þetta er rétt að byrja…

One Response to “«Á hverfanda hveli» eða «Water, Water Everywhere»”

  1. Sigurður Arnarson Says:

    Þetta eru skelfilegar fréttir. Hvar fannstu heimild fyrir þessu?

    Þess má geta að fyrir hvert kg af áli sem framleitt verður í Reyðarfirði verður til 1,6 til 1,8 kg af CO2.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: